90% landsmanna geta komið óhindrað til landsins

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sýnatökum og kröfu um framvísun neikvæðra PCR-vottorða við komuna til landsins verður hætt frá og með 1. júlí hjá þeim sem framvísa bólusetningarvottorði eða um fyrri covid-sýkingu. Sýnatöku hjá börnum verður einnig hætt. Áfram verða þó einhverjar ráðstafanir á landamærunum fram eftir sumri. Þetta kom fram í máli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Safnahúsinu fyrir hádegi. 

„Með þeim breytingum verða flestallar takmarkanir á ferðum bólusettra og barna til landsins afnumdar og því geta um 90% landsmanna komið óhindrað til landsins,“ sagði Svandís. 

Bólusetningarvottorð telst gilt þegar 14 dagar eru liðnir frá seinni skammti (eða 14 dagar frá Janssen skammti). Ef vottorð er ekki gilt þarf einstaklingur að fara í tvær sýnatökur og fimm daga sóttkví á milli.

Það á jafnframt við um þá sem ekki geta framvísað bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri smit.

Minnisblað sóttvarnalæknis um landamærin

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka