90% landsmanna geta komið óhindrað til landsins

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sýna­tök­um og kröfu um fram­vís­un nei­kvæðra PCR-vott­orða við kom­una til lands­ins verður hætt frá og með 1. júlí hjá þeim sem fram­vísa bólu­setn­ing­ar­vott­orði eða um fyrri covid-sýk­ingu. Sýna­töku hjá börn­um verður einnig hætt. Áfram verða þó ein­hverj­ar ráðstaf­an­ir á landa­mær­un­um fram eft­ir sumri. Þetta kom fram í máli Svandís­ar Svavars­dótt­ur heil­brigðisráðherra á blaðamanna­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í Safna­hús­inu fyr­ir há­degi. 

„Með þeim breyt­ing­um verða flestall­ar tak­mark­an­ir á ferðum bólu­settra og barna til lands­ins af­numd­ar og því geta um 90% lands­manna komið óhindrað til lands­ins,“ sagði Svandís. 

Bólu­setn­ing­ar­vott­orð telst gilt þegar 14 dag­ar eru liðnir frá seinni skammti (eða 14 dag­ar frá Jans­sen skammti). Ef vott­orð er ekki gilt þarf ein­stak­ling­ur að fara í tvær sýna­tök­ur og fimm daga sótt­kví á milli.

Það á jafn­framt við um þá sem ekki geta fram­vísað bólu­setn­ing­ar­vott­orði eða vott­orði um fyrri smit.

Minn­is­blað sótt­varna­lækn­is um landa­mær­in

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert