Gleði og bjartsýni fram undan

Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson á Ölstofunni.
Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson á Ölstofunni.

„Nú er bara gleði og bjartsýni og almenn kæti,“ segir Skjöld­ur Sig­ur­jóns­son á Ölstof­unni í samtali við mbl.is og bætir við að staðurinn muni nú fara í eðlilegt horf.

Skjöldur segir afléttingar á takmörkunum mikil gleðitíðindi. „Við munum lengja afgreiðslutímann til klukkan 4 eins og vaninn var,“ segir Skjöldur. Hann segir að aðsóknin á staðinn hafi verið ágæt síðustu helgar en hann vonast nú eftir mun betri aðsókn. 

„Nú fögnum við því hvað það gekk vel að ganga frá þessari veiru.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert