Grímuskylda, nándarreglan og fjöldatakmarkanir heyra sögunni til á morgun þegar öllum takmörkunum innanlands vegna kórónuveirufaraldursins verður aflétt.
Á morgun verður því hægt að fara í ræktina, sund, verslanir, á veitingastaði, skemmtistaði og á barinn eins og ekkert hafi í skorist. Eða hvað? Tístverjar eru að minnsta kosti til í tuskið:
Of gott til að vera satt?
Trúi ekki að allar samkomutakmarkanir munu hverfa á morgun
— Sóldís (@soldisbirta1) June 25, 2021
Baggalútsmenn eru klárir.
Má halda jólatónleika í júní?
— Baggalútur (@baggalutur) June 25, 2021
Djamm í kvöld? Afléttingin tekur að minnsta kosti gildi á miðnætti.
Strax komin með kvíða yfir að þurfa að djamma svona lengi. djammtónleikar byrja klukkan átta… full on djamm frá 20 til 4:30?!? Ekkert hefur undirbúið mig fyrir þetta 🥵
— Kristlín Dís (@krist_lin) June 25, 2021
Ég er svo spennt að fara niður í bæ á laugardaginn og upplifa geðshræringarruglið sem það verður!
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) June 25, 2021
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að taka á móti djömmurum í nótt pic.twitter.com/btDBlPEiBg
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) June 25, 2021
Ekki amalegt...
Vill þakka ríkisstjórnina fyrir þessa afmælisgjöf
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) June 25, 2021
Er bongó?
Bullandi bongó á morgun og engar samkomutakmarkanir. Guð blessi.
— María Björk (@baragrin) June 25, 2021