Hin kurteisa þjóð, Íslendingar

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eggert Jóhannesson

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, er starfs­fólki, sam­starfsaðilum, fjöl­miðlum og þjóðinni allri þakk­lát fyr­ir fram­göngu sína í stærsta bólu­setn­ing­ar­verk­efni Íslands­sög­unn­ar sem gengið hafi ótrú­lega vel. Fólk hafi upp til hópa já­kvæðni og kurt­eisi að leiðarljósi

„Það kem­ur einn og einn nei­kvæður póst­ur en lang­flest­ir sem hafa sam­band eru já­kvæðir og þakk­lát­ir. Og við erum að tala um ein­hverja 200 pósta sem ber­ast mér á hverj­um ein­asta degi. Sum­ir biðjast líka af­sök­un­ar á því að hafa sam­band, þar sem mikið sé hjá mér að gera. Þannig að kurt­eisi er lyk­il­orðið – gegn­um verk­efnið allt,“ seg­ir hún. 

– Okk­ur er stund­um lýst sem hálf­gerðum þurs­um en Íslend­ing­ar kunna sig þá sum­sé þegar virki­lega á reyn­ir?

„Já, það er óhætt að segja það.“

Hún hlær.

„Fólk finn­ur líka að all­ir eru að reyna að gera sitt besta og það skipt­ir alltaf máli. Þríeykið sló tón­inn í því sam­bandi – fékk þjóðina strax með sér. Þau hafa gert rosa­lega vel gegn­um all­an far­ald­ur­inn. Und­ir miklu álagi. Eins stjórn­völd sem höfðu hug­rekki til að treysta fag­mönn­un­um og styðja með ráðum og dáð við bakið á þeim. Það var mikið gæfu­spor en alls ekki sjálf­gefið og fróðlegt verður að sjá hvað ger­ist í kosn­ing­un­um í haust þegar rík­is­stjórn­in legg­ur verk sín í dóm kjós­enda.“

„Súperteymið“ í Laugardalshöllinni, eins og Ragnheiður Ósk kallar það. Frá …
„Súpert­eymið“ í Laug­ar­dals­höll­inni, eins og Ragn­heiður Ósk kall­ar það. Frá vinstri: Ewa Paluchowska, sér um bólu­setn­ing­ar­vagn­ana, Kristján Helgi Þrá­ins­son, stýr­ir lög­regl­unni, Ragn­heiður Ósk, Jón Gauti Jóns­son, hef­ur um­sjón með skönn­un og kerfi, Jór­laug Heim­is­dótt­ir, stýr­ir hjúkr­un­ar­fræðing­un­um, Anna Bryn­dís Blön­dal lyfja­fræðing­ur, hef­ur um­sjón með bólu­efn­inu, Brynj­ar Þór Friðriks­son, stýr­ir sjúkra­flutn­inga­mönn­un­um. Á mynd­ina vant­ar blönd­un­art­eymið sem er á Suður­lands­braut­inni, þær Mar­gréti Héðins­dótt­ur og Ingi­björgu Rós Kjart­ans­dótt­ur. Eggert Jó­hann­es­son


Frá­bært starfs­fólk

– Hvað stend­ur upp úr þegar þú horf­ir um öxl yfir verk­efni síðustu mánaða?

„Frá­bært starfs­fólk, fyrst og fremst. Sjö til tíu manna teymi hef­ur borið hit­ann og þung­ann af skipu­lagn­ing­unni og unnið sem einn maður. Það skipt­ir öllu máli að vera sam­stíga í svona verk­efn­um. Við hefðum ekki getað verið heppn­ari með verk­efna­stjóra, hvort sem við erum að tala um blönd­un efn­anna á Suður­lands­braut­inni, bólu­setn­ing­una sjálfa í Höll­inni eða skipu­lagn­ing­una í kring. Við höf­um tekið þetta skref fyr­ir skref og metið stöðuna á hverj­um tíma. Heil­brigðis­kerfið hef­ur svo sann­ar­lega sýnt og sannað ágæti sitt í þess­um far­aldri. Innviðirn­ir eru frá­bær­ir, sveigj­an­leik­inn mik­ill og starfs­fólkið brett­ir upp erm­ar þegar á þarf að halda.“

Þannig hafa til dæm­is ófá­ir líf­eyr­isþegar og menntað heil­brigðis­fólk sem vinn­ur önn­ur störf lagst á ár­arn­ar með heilsu­gæsl­unni. „Stofn­an­ir og einka­fyr­ir­tæki hafa verið mjög liðleg að leyfa sínu fólki að leggja okk­ur tíma­bundið lið. Bakv­arðasveit­in okk­ar tel­ur í dag 160 manns og mun­ar um minna. Heilsu­gæsl­an hefði aldrei getað þetta ein síns liðs og það hef­ur verið frá­bært að verða vitni að þess­ari sam­stöðu. Hvat­inn er líka nán­ast áþreif­an­leg­ur – að klára Covid-19.“

Leiðtogi sem hlust­ar á fólk

Sjálf lýs­ir Ragn­heiður Ósk sér sem liðsmanni. „Þótt ég sé að fronta þetta verk­efni og sé á ein­hvern hátt sögumaður­inn fer því fjarri að ég sé að stýra öllu og ráði öllu sjálf. Þvert á móti er ég leiðtogi sem hlust­ar á sitt fólk og seg­ir: Góð hug­mynd! Hvað ætli ég hafi sagt það oft á dag und­an­farna mánuði? Ég treysti mínu fólki mjög vel. Mar­grét Héðins­dótt­ir, verk­efna­stjóri hér hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, er gott dæmi um mann­eskju sem fær frá­bær­ar hug­mynd­ir. Allt flæði er inn­byggt í Mar­gréti sem þess utan er al­gjör jarðýta. Ég gæti nefnt marga fleiri. Við aðstæður sem þess­ar veit­ir ekki af frjórri og skap­andi hugs­un og hlut­verk leiðtog­ans er að hvetja sitt lið og tengja það sam­an.“

Ítar­lega er rætt við Ragn­heiði Ósk í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert