Stækka Snæfellsjökulsþjóðgarð

Snæfellsjökull.
Snæfellsjökull. Rax / Ragnar Axelsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, undirritaði í dag reglugerð um stækkun þjóðgarðs Snæfellsjökuls.

Með viðbótinni stækkar þjóðgarðurinn um 9% og bætist við þjóðgarðinn svæði sem liggur norðan við jökulhettu Snæfellsjökuls og austan við núverandi þjóðgarðsmörk, frá jökli að Búrfelli og norður fyrir Dýjadalsvatn. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á afmæli þjóðgarðsins.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á afmæli þjóðgarðsins. Ljósmynd/Aðsend

Þjóðgarðurinn á 20 ára afmæli á morgun en hann var fyrsti þjóðgarður landsins sem náði að sjó og hefur þá sérstöðu að geyma minjar frá útræði fyrri alda. Um hálf milljón gesta heimsækir þjóðgarðinn árlega.

Ráðherra mun á grundvelli reglugerðar um þjóðgarðinn skipa þjóðgarðsráð en það er í fyrsta skipti sem það er gert á grundvelli laga um náttúruvernd.

Í þjóðgarðsráði munu eiga sæti fulltrúar sveitarfélagsins, Umhverfisstofnunar, Minjastofnunar, ferðaþjónustusamtaka á Snæfellsnesi og umhverfisverndarsamtaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert