Frítt að breyta um nafn og kyn hjá Þjóðskrá

Þjóðskrá Íslands.
Þjóðskrá Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Þjóðskrá hefur lagt niður gjald fyrir breytingu á kyni og nafni, og eru þær breytingar nú gjaldfrjálsar. Þetta kemur fram í frétt á vef Þjóðskrár, en þar má einnig sækja um breytingu á kyni og nafni. 

Þar kemur fram að áður hafi þessar breytingar kostað 9.000 krónur og var kveðið á um það gjald í lögum um aukatekjur ríkissjóðs. Þá vekur Þjóðskrá athygli á að greiða þarf 4.000 krónur fyrir umfjöllun mannanafnanefndar ef nafn er ekki á mannanafnaskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert