Fleiri mættu í bólusetningu en von var á

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Eggert Jóhannesson

Vel gekk að bólu­setja í dag með seinni skammti af AstraZeneca-bólu­efn­inu seg­ir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar á Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins.

„Þetta gekk mjög vel. Það komu mjög marg­ir og fleiri en við átt­um von á, en við bólu­sett­um alla,“ seg­ir Ragn­heiður.

12.611 manns voru bólu­sett­ir í dag. Mik­il stemn­ing var í höll­inni og seg­ir Ragn­heiður að fólk hafi verið spennt að kom­ast í sum­ar­frí og elta sól­ina norður eða aust­ur á land. 

Veður­spá­in mikið rædd

„All­ir voru í stemn­ingu og fólk mikið að ræða um það hvert það ætlaði að fara hvort sem það var norður eða aust­ur. Veður­spá­in var einnig mikið rædd. Það var greini­legt að straum­ur­inn væri þangað.“

Mik­il röð myndaðist í morg­un en sem bet­ur fer leyst­ist  fljótt úr henni.

„Það voru marg­ir sem ætluðu að taka sum­ar­fríið snemma og komu fyrr. Greini­lega sum­ir sem áttu að koma á morg­un og þess vegna mynduðust raðir hérna fyrst í morg­un. En það leyst­ist fljótt úr því og við sett­um bara allt í gang og bólu­sett­um á fullu svo þetta blessaðist fljótt,“ seg­ir Ragn­heiður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert