Jarðskjálfti af stærð 3,2 mældist í norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar kl 20:35 í kvöld og fylgdu nokkrir eftirskjálftar í kjölfarið.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að nokkur jarðskjálftavirkni hafi verið við Bárðarbungu í síðustu viku, dagana 21.–27. júní. Þá hafi mælst um 30 skjálftar á svæðinu, þar af sá stærsti 2,6 að stærð. Þá hafi einnig orðið skjálfta vart á djúpa svæðinu austur af Bárðarbungu en þar mældust um 30 skjálftar í síðustu viku.