Rykagnir frá Sahara fjúka oft til Íslands

Rykstrókur aftur úr bíl á Reykjavegi.
Rykstrókur aftur úr bíl á Reykjavegi. Ljósmynd/Vegagerðin

Ryk­korn úr Sa­hara-eyðimörk­inni hafa oft borist hingað til Íslands sam­kvæmt nýrri vís­inda­grein, sem birt­ist í tíma­rit­inu Nature Scientific Reports á dög­un­um.

Í grein­inni kem­ur m.a. fram að ekki hafi aðeins verið um fín­korna ryk að ræða, held­ur einnig stærri agn­ir, sem voru allt að 0,1 mm í þver­mál.

Pavla Dags­son-Wald­hauserová, einn af höf­und­um grein­ar­inn­ar, seg­ir í Morg­un­blaðinu í dag að leitað verði stuðnings við frek­ari rann­sókn­ir á þessu sviði.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka