Seljendur áttu að skýra frá erfiðum nágranna

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Golli

Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Landsréttar um fasteignagalla vegna nágranna og leyfði kaupanda fasteignar að halda eftir einni milljón króna vegna langvarandi samskiptavanda við nágranna. Dómurinn birtist á vef dómstólsins í dag.

Kaupandinn hafði heyrt af því að einn nágranninn væri heldur erfiður í samskiptum og ætti, að sögn seljanda, að vera á lyfjum. Hún tjáði kaupanda hins vegar ekki að húsfélagið hefði reynt að koma henni út úr fjöleignarhúsinu auk þess sem nágranninn hafði ráðist á seljandann. Kaupandinn reyndi að fá á hreint hvers kyns samskiptavandinn væri bæði frá seljanda og fasteignasala en fékk, að mati Hæstaréttar, ekki réttar upplýsingar frá þeim.

Í matsgerð hafði einnig komið fram að eignin væri verðminni en sambærilegar fasteignir sem væru lausar við slíkan nágranna.

Leyndu kaupendur upplýsingum

Hæstiréttur taldi seljendur að þessu virtu hafa leynt kaupendur upplýsingum þeir vissu um „og máttu vita að kaupandi hafði réttmæta ástæðu til að ætla að hann fengi enda voru þær til þess fallnar að hafa áhrif á efni kaupsamningsins.“

Kaupandinn þurfti þess vegna ekki að greiða eftirstöður kaupverðsins, sem nam einni milljón króna, og seljendum var gert að greiða málskostnað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert