Eins og stórviðburður hafi verið í borginni

Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Gríðarlega mikið álag var á Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins síðastliðinn sólarhring og „var næturvaktin eins og stórviðburður væri í bænum,“ segir í færslu slökkviliðsins á Facebook. 

Þar kemur fram að slökkviliðið hafi sinnt 122 sjúkraflutningum, þar af 67 á næturvaktinni. 

54 útköll af þessum 122 voru forgangsútköll og voru þau flest í miðbænum,“ segir í færslunni. 

Dælubílar fóru í sex útköll, á meðal verkefna voru svifdrekaslys, reyklosun eftir eld innandyra, eldur utandyra og aðstoð við börn sem læstust inni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka