Gunnar Smári gefur kost á sér

Nú er ljóst að Gunnar Smári gefur kost á sér …
Nú er ljóst að Gunnar Smári gefur kost á sér á lista og mun því fara í framboð í haust verði hann valinn, eða „ef félagarnir geta notað mig,“ eins og hann orðar það sjálfur. mbl.is/Jón Helgi

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar.

Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is en um helgina var haldið sósíalistaþing, aðalfundur flokksins. Fyrst var greint frá þessu á vef ríkisútvarpsins.

Röðunin á listana fer þannig fram að 30 manna slembivalinn hópur með fulltrúum allra kjördæma innbyrðis raðar á listana.

„Þau ræða við fulltrúa sem gefa kost á sér og raða inn á listana,“ segir Gunnar Smári en Sósíalistaflokkurinn mun bjóða fram í öllum kjördæmum.

Fyrri hluti sósíalistaþingsins var um helgina og þar var meðal …
Fyrri hluti sósíalistaþingsins var um helgina og þar var meðal annars samþykkt utanríkisstefna flokksins. mbl.is/Jón Helgi

Mælst inni á þingi

Nú er ljóst að Gunnar Smári gefur kost á sér á lista og mun því fara í framboð í haust verði hann valinn, eða „ef félagarnir geta notað mig,“ eins og hann orðar það sjálfur.

Sósíalistaflokkurinn hefur mælst inni samkvæmt hinum ýmsu könnunum fyrri hluta þessa árs og mælist nú með ríflega 5 prósenta fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallúps.

Ertu bjartsýnn á komandi kosningar?

„Já, þetta er eiginlega einstakt að grasrótarsamtök mælist inni á þingi svona langt frá kosningum.“

Fyrri hluti sósíalistaþingsins var um helgina og þar var meðal annars samþykkt utanríkisstefna flokksins. Auk þess var kosið í stjórn, kosið um breytingar á skipulagi, reikningar samþykktir og almennar umræður um stöðu flokksins en í haust heldur þingið áfram þar sem stefnan verður sett fyrir komandi kosningar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert