Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust fjórar tilkynningar um öldauða í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þá var einnig nokkuð um að fólk væri handtekið grunað um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Allar tilkynningarnar um öldauðann bárust eftir klukkan fjögur í nótt. Rétt fyrir klukkan fjögur barst tilkynning um að ráðist hefði verið á dyraverði í miðbænum.
Eitthvað var um umferðarslys og árekstra, þar ber helst að nefna umferðarslys í Mosfellsbæ þar sem bifreið var ekið inn í garð. Ökumaður bifreiðarinnar var flúinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en engin slys urðu á fólki.