Á spítala með virkt smit

Frá Landspítala.
Frá Landspítala. Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson

Sá sem liggur á Landspítala vegna Covid-19 er með virkt kórónuveirusmit. Hann er ekki á gjörgæslu heldur á almennri legudeild. Þetta kemur fram í svari frá farsóttarnefnd Landspítala við fyrirspurn mbl.is.

Annar einstaklingur, sem nú er útskrifaður, var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í síðustu viku. 

Vikurnar á undan hafði ekkert verið um innlagnir vegna Covid-19.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka