Afkoma jöklanna að mestu nei­kvæð síðan 1995

Vatnajökull er stærsti jökull landsins.
Vatnajökull er stærsti jökull landsins. mbl.is/RAX

Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í um aldarfjórðung og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing og skýr­asti vitnis­burð­ur um hlýn­andi loftslag hérlendis. Þetta kemur fram í frétt á vef Veðurstofunnar sem byggir á samvinnuverkefni Veðurstofu Íslands og Vatnajökulsþjóðgarðs, „Hörfandi jöklar“.

Þar segir að á árinu 2020 hopuðu jökul­sporðar víða um tugi metra en nokkrir brattir skriðjöklar gengu svolítið fram. Af þeim jöklum sem mældir eru af sjálf­boða­lið­um Jöklarannsóknafélags Íslands hop­aði Breiða­merkurjökull mest þar sem kelfir af hon­um í Jökulsárlón, milli 100 og 250 metra árið 2020.

Afkoma stærstu íslensku jöklanna hefur verið nei­kvæð síðan 1995 með einni undantekningu, afkoma ársins 2015 var jákvæð í fyrsta sinn í 20 ár. Langjökull, Hofsjökull og Vatnajökull hafa alls tapað um 250 km3 íss síðan 1995 sem er um 7% af heildarrúmmáli þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert