Safna undirskriftum fyrir Ingó

Ingó Veðurguð.
Ingó Veðurguð. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Undirskriftum er nú safnað til stuðnings Ingólfi Þórarinssyni, Ingó Veðurguð, og þjóðhátíðarnefnd hvött til þess að endurskoða þá ákvörðun sína að afbóka Ingó í ár.

Ingó átti, eins og fyrri ár, að stýra brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina, en eftir að ásakanir um kynferðisofbeldi á hendur honum litu dagsins ljós var sú ákvörðun dregin til baka.

Tryggvi Már Sæmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ÍBV, hóf undirskriftasöfnunina og hafa alls 32 skrifað undir, það sem af er degi, en þegar þetta er skrifað er ein klukkustund síðan söfnunin hófst.

„Ótækt að dómstóll götunnar stjórni“

Í pistli um málið á Eyjar.net, segir Tryggvi að ótækt sé að „dómstóll götunnar“ stjórni því hverjir séu fengnir til þess að koma fram á viðburðum.

„Engin meint fórnarlömb hafa stigið fram. Meira að segja öfgahópurinn segist ekki hafa nafngreint neinn. Hvorki meinta þolendur né meintan geranda.

Kjarni málsins er þessi: Það er ótækt með öllu að dómstóll götunnar stjórni því hverjir komi fram á viðburðum á Íslandi. Engin kæra liggur fyrir og því er engin rannsókn í gangi af hálfu lögreglunnar.

Því er það mikilvægt að landsmenn aðstoði þjóðhátíðarnefnd ÍBV að endurskoða þá ákvörðun að afbóka Ingó á Þjóðhátíð,“ segir Tryggvi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert