„Barnabörn Vilhjálms Stefánssonar lifðu af helförina“

Frumbyggjar Kanada hafa búið við mikla fordóma.
Frumbyggjar Kanada hafa búið við mikla fordóma. AFP

„Börn­in voru vannærð og beitt lík­am­legu, and­legu og kyn­ferðis­legu of­beldi og mörg þeirra biðu þess aldrei bæt­ur. Oft voru þau bar­in fyr­ir að grípa til móður­máls síns.“ Þetta kem­ur fram í aðsendri grein Gísla Páls­son­ar mann­fræðings í Morg­un­blaðinu en grein hans fjall­ar meðal ann­ars um barna­börn Vil­hjálms Stef­áns­son­ar land­könnuðar sem lifðu af kynþátta­for­dóma Kan­ada­manna gegn frum­byggj­um.

Í grein Gísla seg­ir að Vil­hjálm­ur Stef­áns­son, f. 1879, eignaðist son, Alex, með Inúíta­kon­unni Panniga­blúk. Alex óx úr grasi á norðvest­ur­svæðum Kan­ada og eignaðist sex börn með konu sinni, Mabel. Öll hafi þau upp­lifað for­dóma og of­beldið á kanadísk­um heima­vist­ar­skól­um á eig­in skinni.

Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður.
Vil­hjálm­ur Stef­áns­son land­könnuður.

Gísli fór í vett­vangs­ferð á slóðir af­kom­enda Vil­hjálms í Kan­ada ásamt kvik­mynda­gerðar­manni og tók ít­ar­leg viðtöl. 

Í grein­inni seg­ir:

„Barna­börn Vil­hjálms Stef­áns­son­ar lifðu af hel­för­ina, en öll voru þau löskuð af því sam­fé­lagi sem ól þau, enda bjuggu þau við þau mann­skemm­andi skil­yrði sem nú eru rifjuð upp í kjöl­far frétta af ómerkt­um gröf­um. Öll urðu þau að hlýða vald­boði hinna hvítu á heima­vist­ar­skól­um, og ef­laust hafa þau beint eða óbeint orðið fyr­ir barðinu á op­in­ber­um of­beld­is­seggj­um á vist­inni. Stef­áns­son-nafnið veitti litla vörn; þau voru Inúít­ar. Börn­in ein­angruðust, fjöl­skyld­ur þeirra sundruðust, áfengi tók sinn toll og ekki síður berkl­ar, misl­ing­ar og aðrar far­sótt­ir sem fylgdu van­líðan og vannær­ingu. Þótt ekki væri langt fyr­ir þau að fara heim til sín fengu þau sjald­an heim­far­ar­leyfi og sáu lítið af for­eldr­um sín­um á viðkvæm­um mót­un­ar­ár­um. Allt kapp var lagt á að koma í veg fyr­ir viðhald menn­ing­ar Inúíta og tungu­máls þeirra (inú­via­klukt­um).“

Þá seg­ir að lík­lega hafi Rosie, elsta barn Alex og Mabel, verið sú eina sem hélt Inúíta­mál­inu við. Síðustu ævi­ár sín lagði hún kapp á að kenna ung­um Inúít­um mál sitt. Systkin­in eru nú öll lát­in en Georgína, sem var yngst þeirra, kvaddi síðust árið 2017. Hún er eini af­kom­andi Vil­hjálms Stef­áns­son­ar sem hef­ur komið til Íslands og hitt ætt­ingja sína hér­lend­is.

Grein Gísla má lesa í heild sinni hér (krefst inn­skrán­ing­ar).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert