Ísland í fremstu röð í heimi í bólusetningum

Frá bólusetningu í Laugardalshöll.
Frá bólusetningu í Laugardalshöll. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nú er svo komið að Ísland er í fremstu röð í heimi hvað varðar bólusetningu við Covid-19. Af Íslendingum 16 ára og eldri eru nú 81,2% fullbólusett, en því til viðbótar eru 8,4% búin að fá fyrri bóluefnisskammt.

Þar af leiðandi eru 89,6% búin að fá bóluefni, en talsverð vörn hlýst af fyrri skammti og engar tafir hafa verið á fullnaðarbólusetningu.

Þetta þýðir að meira en ¾ þjóðarinnar allrar hafa hlotið bólusetningu, 77,6% þjóðarinnar samkvæmt útreikningum OurWorldinData.org, vísindagagnagrunns á vegum Oxford-háskóla, sem mestrar virðingar nýtur á þessu sviði.

Aðeins hin þéttbýla Malta er talin hafa bólusett fleiri, en sá er þó munurinn, að þar hafa nokkru færri enn verið fullbólusettir eða 68,6% þjóðarinnar. Á hinni þéttbýlu Möltu búa rétt rúmlega 500 þúsund manns, að því er fram kemur í  umfjöllun um bólusetningar hér á landi og víðar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert