52 þúsund bílar á Reykjanesbraut

Verkfræðistofan Mannvit áætlar að umferð um Reykjanesbraut aukist um 165% …
Verkfræðistofan Mannvit áætlar að umferð um Reykjanesbraut aukist um 165% til ársins 2044. mbl.is/Árni Sæberg

Umferðarspá verkfræðistofnunnar Mannvits gerir ráð fyrir því að árið 2044 hafi umferð um Reykjanesbraut aukist um nær 165% og verði þá orðin um 52 þúsund ökutæki á sólarhring.

Þessi aukning er ekki síst talin verða vegna aukins fjölda ferðamanna og flugferða um Keflavíkurflugvöll.

Þetta kemur fram í viðaukaskýrslu Mannvits, sem fjallað er um í Morgunblaðinu í dag, um mat á umhverfisáhrifum vegna áforma um breikkun brautarinnar frá Krýsuvíkurvegi að Hvassahrauni þannig að hún verður tvöföld á báða vegu. Þetta er eini hluti brautarinnar sem hefur ekki þegar verið breikkaður í þá mynd.

Um er að ræða 5,6 km kafla á milli Krýsuvíkurvegar og Hrauns. Jafnframt á að breyta mislægum vegamótum við álverið í Straumsvík, útbúa vegtengingar að Straumi og Álhellu, byggja mislæg vegamót við Rauðamel og útbúa tengingu að dælu- og hreinsistöð austan Straumsvíkur. Einnig er áformað að byggja undirgöng fyrir gangandi og hjólandi rétt austan við álverið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert