Nöfn þeirra sem Ingó krefur um bætur

Ingó veðurguð.
Ingó veðurguð. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrr í kvöld var greint frá því að Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó veðurguð, ætli að leita réttar síns með aðstoð Vil­hjálms H. Vil­hjálms­son­ar hæsta­rétt­ar­lög­manns í kjöl­far ásak­ana í hans garð um kyn­ferðisof­beldi og kyn­ferðis­lega áreitni.

Fram kom að kröfubréf hefðu verið send út til fimm einstaklinga sem allir hefðu á einhvern máta tjáð sig opinberlega um málefni Ingólfs. Fullyrt var að á meðal þeirra væru blaðamenn og áhrifavaldur.

Á vef Vísis kemur fram að miðillinn hafi heimildir fyrir því að einstaklingarnir fimm séu:

Edda Falak áhrifavaldur, Sindri Þór Sigríðarson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, Ólöf Tara Harðardóttir, einn af forsvarsmönnum hópsins Öfga, Kristlín Dís Ingilínardóttir, blaðamaður Fréttablaðsins, og Erla Dóra Magnúsdóttir, blaðamaður DV.

Haraldur Þorleifsson stofnandi Ueno hefur boðist til þess að greiða allan lögfræðikostnað sem kann að falla á þau sem verða lögsótt af Ingólfi en því greindi hann frá í tísti fyrr í kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert