Tíu innanlandssmit greindust

Frá skimun við Suðurlandsbraut.
Frá skimun við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tíu kórónuveirusmit greindust innanlands síðasta sólarhringinn. Helmingur þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu að því er fram kemur í uppfærðum tölum á covid.is. Allir voru hinir smituðu bólusettir. 

Sjö virk smit greindust á landamærunum. 

Alls voru 705 sýni tekin við einkennasýnatöku í gær. 886 sýni voru tekin við sóttkvíar- og handahófsskimanir. 

Nú eru 60 í einangrun hér á landi og 168 í sóttkví. 1.266 eru í skimunarsóttkví. Enginn er á sjúkrahúsi. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert