Níu innanlandssmit og öll utan sóttkvíar

Níu greind­ust með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær. Eng­inn þeirra var í sótt­kví. Þá greind­ust sjö smit á landa­mær­un­um. 

Ekki er enn vitað hvert hlut­fall bólu­settra er í þess­um töl­um en meiri­hlut­inn var bólu­sett­ur, að því er seg­ir í til­kynn­ingu al­manna­varna. 

Eins og síðustu daga stend­ur nú smitrakn­ing yfir, eft­ir dag­inn í gær eru 379 manns í sótt­kví og 111 í ein­angr­un, vænta má að tals­vert fleiri fari í sótt­kví eft­ir dag­inn í dag þar sem rakn­ing er haf­in á þeim smit­um sem inn komu seint í gær­kvöldi. Um er að ræða bráðabirgðatöl­ur.

Horfa mest á suðvest­ur­hornið

„Eng­inn var í sótt­kví sem er auðvitað áhyggju­efni,“ seg­ir Hjör­dís Guðmunds­dótt­ir, sam­skipta­stjóri al­manna­varna í sam­tali við mbl.is.

„Fólk er að fara mikið milli staða og þar að leiðandi verður rakn­ing­in flókn­ari og tek­ur smá tíma,“ seg­ir hún og bæt­ir við að smit­in teng­ist flest skemmtana­líf­inu.

„Auðvitað er al­veg við því að bú­ast að nú þegar fólk er meira á far­alds­fæti að það dreif­ist meira út. En núna erum við að horfa mest á suðvest­ur­hornið,“ seg­ir Hjör­dís, spurð hvort að smit­in séu far­in að dreifast meira um land.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert