Aðgerðir innanlands ekki útilokaðar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að aðgerðir innanlands séu ekki endilega …
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að aðgerðir innanlands séu ekki endilega liðin tíð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir vildi ekki tjá sig um inni­hald minn­is­blaðsins sem rík­i­s­tjórn­in fundaði um, þegar blaðamaður náði tali af hon­um í há­deg­inu. Nú ligg­ur fyr­ir að bólu­sett­ir ferðamenn munu koma til með að þurfa að fram­vísa nei­kvæðu PCR-prófi við komu til lands­ins.  

Eins og fram hef­ur komið greind­ust sex­tán manns smitaðir með veiruna í gær. Ekki ligg­ur fyr­ir hvert hlut­fall bólu­settra er í þeim hópi, en Þórólf­ur seg­ist gera ráð fyr­ir því að stærst­ur hluti hóps­ins sé bólu­sett­ur.

Hann seg­ir erfitt að meta stöðuna að svo stöddu. Margt geti spilað inn í, svo sem hvaða af­brigði geri sig mest gild­andi og hvort fólk sé að veikj­ast al­var­lega.

„Það að bólu­setn­ing­in sé með 90% virkni gegn al­var­legu smiti seg­ir okk­ur að lang­stærst­ur hluti þeirra sem smit­ast eru með væg ein­kenni. En þetta gæti auðvitað breyst, við vit­um til dæm­is ekk­ert hvað ger­ist ef að smit fer að ber­ast inn í viðkvæma hópa,“ seg­ir Þórólf­ur.

Gæt­um þurft að grípa til aðgerða inn­an­lands

Spurður hvort sú sviðmynd, að grípa þurfi að nýju til tak­mark­ana inn­an­lands, sé mögu­leg seg­ir hann:

„Já það gæti gerst. Ef við sjá­um mikið af al­var­leg­um veik­ind­um og eitt­hvað sem kem­ur okk­ur á óvart, þá er bara eitt í stöðunni og það er að grípa til þeirra aðgerða sem við höf­um gert áður og vit­um að virka.“

Hann bend­ir einnig á að þegar að al­var­leg veik­indi fara að bera á sér í aukn­um mæli, þá sé al­mennt langt liðið á bylgj­una og þær aðgerðir sem gripið væri til, því ekki jafn ár­ang­urs­rík­ar. Þetta sé því ávallt spurn­ing um hvenær eigi að grípa til aðgerða og hvenær sam­fé­lagið sé til­búið að hlíta þeim aðgerðum sem sett­ar eru.

En hversu margt fólk þarf að veikj­ast al­var­lega svo hægt sé að rétt­læta aðgerðir inn­an­lands?

„Það er eng­in ákveðin tala sem seg­ir okk­ur það. Við verðum bara að meta þró­un­ina í þessu hverju sinni. Þetta er það sem við erum að reyna að fylgj­ast með í sam­starfi við Land­spít­al­ann.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert