Svandís segir aðgerðirnar „mjög mildar“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

„Þess­ar aðgerðir sem við erum að leggja til núna eru í raun mjög mild­ar. Við erum ekki að leggja til sótt­kví, við erum ekki að leggja til mikið til­stand við að afla sér þess­ara prófa sem kraf­ist verður,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra í sam­tali við mbl.is.

Svandís sat ekki fund rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag, en hún seg­ir málið hafa verið tekið fyr­ir á ráðherra­nefnd­ar­fundi í gær. „Á ráðherra­nefnd­ar­fund­um sitja einnig sér­fræðing­ar, þannig að sótt­varna­lækn­ir var á þeim fundi í gær og þar rædd­um við þetta fram og til baka, líkt og venj­an er á þeim fund­um.“

Fóru ekki í öllu að minn­is­blaði Þórólfs

Svandís seg­ir aðgerðirn­ar sem hún legg­ur fyr­ir nú í dag snú­ast um tvennt. Ann­ars veg­ar að skila veiru­prófi, en hún bend­ir á að það sem sé frá­brugðið núna miðað við hvað verið hef­ur í bar­átt­unni sé mögu­leik­inn á hraðprófi.

„Nú er heim­ilt að nota þessi hraðpróf, en það er gert með því mark­miði að þetta sé eins lítið íþyngj­andi og mögu­legt er.“

Hins veg­ar sé síðan mælst til þess að Íslend­ing­ar eða þeir sem eru með tengslanet hér heima, fari í skimun inn­an sól­ar­hrings eft­ir heim­komu.

Sótt­varna­lækn­ir hafði lagt til að Íslend­ing­ar yrðu skyldaðir til þess að fara í skimun við heim­komu, en það var mat ráðherra og ráðuneyt­is­ins að ekki væri hægt að taka ís­lensk­ar kenni­töl­ur út fyr­ir sviga, slíkt væri brot á jafn­ræðis­regl­unni.

Ekki stefnu­breyt­ing hjá stjórn­völd­um

Spurð hvort samstaða hafi verið um málið inn­an rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir Svandís:

„Við höf­um haft þann hátt­inn á að þrátt fyr­ir að þetta sé stjórn­skipu­leg ákvörðun heil­brigðisráðherra, þá för­um við í gegn­um þess­ar ákv­arðanir í rík­is­stjórn og það hef­ur gef­ist vel í bar­átt­unni.“

Svandís seg­ist telja að ekki sé um að ræða stefnu­breyt­ingu hjá stjórn­völd­um, þrátt fyr­ir að mark­miðið und­an­far­in miss­eri hafi snúið að bólu­setn­ingu lands­manna og í kjöl­farið að aflétt­ingu tak­mark­ana.

Hún bend­ir á að öll­um tak­mörk­un­um inn­an­lands hafi verið aflétt, en seg­ir einnig ákveðnar hliðar bar­átt­unn­ar breyti­leg­ar.

„Við sjá­um til dæm­is núna að bólu­setn­ing­arn­ar eru ekki að virka eins vel og við vonuðum vegna Delta-af­brigðis­ins og við verðum því að hafa var­ann á. Við reyn­um að tryggja fyr­ir­sjá­an­leika eins og hægt er.“

Von­ar að glím­an við veiruna verði ekki póli­tískt bit­bein

Spurð hvort að kom­andi kosn­ing­ar og kosn­inga­bar­átta setji strik í reikn­ing­inn er varðar sótt­varn­araðgerðir stjórn­valda seg­ir Svandís:

„Ég vona ekki. Það hef­ur verið okk­ar gæfa að glím­an við veiruna hef­ur ekki verið póli­tískt bit­bein. Stak­ir þing­menn hafa lýst efa­semd­um á ein­hverj­um tíma­punkt­um en í meg­in­at­riðum höf­um við verið sam­mála. Ég vona að svo verði áfram.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert