Þykir ákvörðunin þungbær

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra bindur miklar vonir við að aðgerðirnar …
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra bindur miklar vonir við að aðgerðirnar séu tímabundnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að setja á nýj­ar tak­mark­an­ir á landa­mær­un­um er þung­bær. Þetta seg­ir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra.

Bólu­sett­ir ferðamenn verða nú krafðir um nei­kvætt veiru­próf til viðbót­ar við bólu­setn­ing­ar­vott­orð en regl­urn­ar taka gildi eft­ir viku. Bæði verður hægt að fram­vísa PCR-prófi eða nei­kvæðu mót­efna-hraðprófi. 

Þyngri kröf­ur en önn­ur Evr­ópu­lönd

Spurð hvort hún sé sam­mála ákvörðun rík­is­stjórn­ar­inn­ar seg­ir Áslaug að henni þyki „þung­bært að þurfa að setja þyngri kröf­ur en önn­ur Evr­ópu­lönd eru með, á bólu­setta ferðamenn sem hingað koma til lands­ins“.

Seg­ist hún vona að þetta standi yfir sem styst.

Við höf­um ekki séð mik­il veik­indi meðal þeirra sem smit­ast af veirunni og eru full­bólu­sett­ir. Ég vona að við höld­um áfram að treysta bólu­setn­ing­um og að hún virki gegn þess­ari veiru.“

Hún seg­ist um leið binda mikl­ar von­ir við að bólu­sett­ir ferðamenn og Íslend­ing­ar geti fljótt ferðast aft­ur á milli landa án þess að þurfa að fram­vísa öðru en bólu­setn­ing­ar­vott­orði. Ekki sé ástæða til að grípa til meiri ráðstaf­ana eins og staðan er núna.

Staðan önn­ur þegar stór hluti er bólu­sett­ur

Hún vill ekki svara fyr­ir for­send­ur tak­mark­an­anna eða hvaða aðstæður þurfi að vera uppi til að þeim verði aflétt en bend­ir á að heil­brigðisráðherra taki ákv­arðanir um sótt­varnaaðgerðir á landa­mær­un­um.

„Það þarf að líta til alls kon­ar annarra sjón­ar­miða en smittalna þegar þjóðin er orðin jafn bólu­sett og hún er í dag og ég vona að það verði gert við all­ar þær ákv­arðanir sem verða tekn­ar í fram­hald­inu. Staðan er auðvitað tals­vert önn­ur þegar svona stór hluti þjóðar­inn­ar er orðinn bólu­sett­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert