Líklega þurfi að ræða markaðsefni með Gylfa

Gylfi Þór Sigurðsson er andlit State Energy.
Gylfi Þór Sigurðsson er andlit State Energy. mbl.is/Baldur Arnarson

Fram­kvæmda­stjóri Hag­kaupa, Sig­urður Reyn­alds­son, seg­ir að lík­lega komi til þess að ræða þurfi út­still­ing­ar í versl­un­um Hag­kaupa sem skarta mynd­um af Gylfa Þór Sig­urðssyni knatt­spyrnu­manni. 

Eins og greint var frá á mbl.is í dag hef­ur Gylfi verið bor­inn þeim sök­um að hafa brotið gegn barni og er til rann­sókn­ar lög­reglu í Manchester vegna máls­ins.

Gylfi er and­lit drykkj­ar­ins State Energy, sem fæst í Hag­kaup­um. Sig­urður Reyn­alds­son seg­ir að verið sé að fylgj­ast með frétt­um og miðað við í hvað stefni þurfi lík­lega að ræða út­still­ingu State Energy í versl­un­um. 

„Við erum að fylgj­ast með frétt­um,“ seg­ir Sig­urður í sam­tali við mbl.is.

„En það er nokkuð ljóst að ef frétt­ir staðfesta það sem er í píp­un­um, þá mun­um við að sjálf­sögðu skoða málið.“

Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa.
Sig­urður Reyn­alds­son, fram­kvæmda­stjóri Hag­kaupa. Ljós­mynd/​Aðsend

Stend­ur á Hag­kaup­um að fjar­lægja út­still­ing­ar

Sig­urður seg­ir að það sé á for­ræði Hag­kaupa að út­færa hvers kyns út­still­ing­ar í versl­un­um fyr­ir­tæk­is­ins. Það sé því for­svars­manna Hag­kaupa að stýra því hvað verði gert, hvort markaðsefni State Energy verði fjar­lægt eða út­still­ing­ar fram­leiðand­ans. 

„Það er bara hjá okk­ur. Við vinn­um auðvitað all­ar sam­setn­ing­ar í okk­ar versl­un­um í sam­starfi við fram­leiðanda og inn­flytj­end­ur. Ef þetta mál end­ar eins og margt bend­ir til, að þá grun­ar mig að þetta ger­ist nú svo­lítið af sjálfu sér bara,“ seg­ir Sig­urður. 

Hann seg­ist ekki hafa verið í sam­bandi við for­svars­menn State Energy vegna máls­ins. 

„Við tök­um bara ákv­arðanir þegar rétti tím­inn er til þess og fylgj­umst með mál­inu,“ seg­ir Sig­urður að lok­um.

Upp­fært:

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert