Mesti fjöldi smita á árinu

Röð í skimun við Suður­lands­braut 34.
Röð í skimun við Suður­lands­braut 34. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls greind­ust 38 með kór­ónu­veiruna inn­an­lands í gær. Fleiri hafa ekki greinst með veiruna á ein­um degi það sem af er þessu ári. Næst­mest­ur fjöldi nýrra smita greind­ist inn­an­lands 17. apríl, alls 27. 

Síðast greind­ust fleiri en í gær þann 30. októ­ber á síðasta ári – alls 56. Þá voru í gildi frem­ur harðar tak­mark­an­ir vegna veirunn­ar.

Eng­inn á sjúkra­húsi

Eng­ar tak­mark­an­ir eru nú í gildi inn­an­lands, en í gær ákvað rík­is­stjórn­in að krefja bólu­setta ferðamenn um nei­kvætt PCR-próf eða mót­efna­hraðpróf frá og með næstu viku. 

Eng­inn er á sjúkra­húsi hald­inn sjúk­dómn­um, en gögn frá m.a. Bretlandi, þar sem bólu­setn­ing hef­ur gengið vel, benda til þess að dauðsföll séu mun færri nú en í fyrri bylgj­um þar í landi, þrátt fyr­ir hratt vax­andi tíðni smita.

Meðaltal dag­legra dauðsfalla af völd­um Covid-19 þar í landi stend­ur í um 40, sam­an­borið við um 654 hinn 26. des­em­ber. Tæp­lega 64% full­orðinna Breta eru full­bólu­sett.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka