Ekkert plan B fyrir Þjóðhátíð

Stuðullinn á að af hátíðarhöldum verði hefur hækkað.
Stuðullinn á að af hátíðarhöldum verði hefur hækkað. mbl.is

„Það eru eng­ar sam­komutak­mark­an­ir eins og staðan er í land­inu núna, þannig að við erum bara að und­ir­búa það að halda Þjóðhátíð,“ seg­ir Hörður Orri Grett­is­son, formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar.

Hann seg­ir ekk­ert plan B vera til staðar fyr­ir hátíðahöld ef gripið verður til aðgerða inn­an­lands vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Alls greind­ust 56 smit kór­ónu­veirunn­ar inn­an­lands í gær. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. Átján voru í sótt­kví við grein­ingu. 38 voru utan sótt­kví­ar. 

Alls greind­ust 38 smit inn­an­lands í fyrra­dag og voru níu þeirra í sótt­kví við grein­ingu.

Óvissa með fram­haldið

Spurður hvort eitt­hvað sé ljóst varðandi fram­haldið seg­ir Hörður að þjóðhátíðar­nefnd hafi í raun­inni ekki græn­an grun um það. „Við höf­um ekk­ert verið lát­in vita þótt við séum al­veg í sam­tali við sótt­varna­yf­ir­völd.“

Eins og fyrr seg­ir held­ur nefnd­in þó áfram skipu­lagn­ingu hátíðar­inn­ar.

Stuðull­inn á að af hátíðahöld­um verði hef­ur hækkað

Boðið hef­ur verið upp á veðmál sem Cool­bet.is stend­ur fyr­ir, varðandi það hvort af hátíðinni verði eður ei.

„Stuðull­inn á að Þjóðhátíð fari fram hækk­ar bara og hækk­ar, hvað held­ur þú að ger­ist eft­ir töl­ur dags­ins?“ spyr veðmálasíðan Cool­bet í færslu á Twitter.

Stuðull­inn fyr­ir þjóðhátíðar­höld í ár var í gær 1,33, en stuðull­inn fyr­ir að Þjóðhátíð fari ekki fram sök­um veirunn­ar 3,05.

Stuðull­inn á að af hátíðinni verði hef­ur hækkað síðan í gær og er núna 1.44 og stuðull­inn á að af hátíðinni verði ekki lækkað eða 2.50.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert