Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis munu halda upplýsingafund klukkan 11 á morgun.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, munu fara yfir stöðu faraldursins og þróun hans síðustu daga.
Einungis sjö dagar eru frá síðasta upplýsingafundi almannavarna sem er tiltölulega stuttur tími sé miðað við þær sjö vikur sem liðu milli funda í sumar.
56 innanlandssmit greindust í gær, þar af voru 43 fullbólusettir.
Hægt verður að fylgjast með fundinum hér á mbl.is í beinni útsendingu. Þá verða einnig skrifaðar fréttir af fundinum.