Víðir og Þórólfur fara yfir stöðuna

Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi síðustu viku.
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra og embætti land­lækn­is munu halda upp­lýs­inga­fund klukk­an 11 á morg­un.

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir og Víðir Reyn­is­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, munu fara yfir stöðu far­ald­urs­ins og þróun hans síðustu daga.

Bið milli funda stytt­ist úr sjö vik­um í eina

Ein­ung­is sjö dag­ar eru frá síðasta upp­lýs­inga­fundi al­manna­varna sem er til­tölu­lega stutt­ur tími sé miðað við þær sjö vik­ur sem liðu milli funda í sum­ar.

56 inn­an­lands­smit greind­ust í gær, þar af voru 43 full­bólu­sett­ir.

Hægt verður að fylgj­ast með fund­in­um hér á mbl.is í beinni út­send­ingu. Þá verða einnig skrifaðar frétt­ir af fund­in­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert