Víðir og Þórólfur fara yfir stöðuna

Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi síðustu viku.
Víðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi síðustu viku. mbl.is/Árni Sæberg

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis munu halda upplýsingafund klukkan 11 á morgun.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Víðir Reynisson, yf­ir­lög­regluþjónn hjá al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra, munu fara yfir stöðu faraldursins og þróun hans síðustu daga.

Bið milli funda styttist úr sjö vikum í eina

Einungis sjö dagar eru frá síðasta upplýsingafundi almannavarna sem er tiltölulega stuttur tími sé miðað við þær sjö vikur sem liðu milli funda í sumar.

56 innanlandssmit greindust í gær, þar af voru 43 fullbólusettir.

Hægt verður að fylgjast með fundinum hér á mbl.is í beinni útsendingu. Þá verða einnig skrifaðar fréttir af fundinum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert