Segir neikvæð PCR-próf fyrir Þjóðhátíð í skoðun

Enn er óvíst hvort af Þjóðhátíð verði.
Enn er óvíst hvort af Þjóðhátíð verði. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Spurður hvort í skoðun sé sú tillaga sem hefur litið dagsins ljós, að hátíðargestir Þjóðhátíðar þurfi að framvísa neikvæðu PCR-prófi fyrir hátíðina segir Hörður Orri Grettisson, formaður þjóðhátíðarnefndar, að verið sé að ræða málin.

Á upplýsingafundi Almannvarna í morgun sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir það í raun stórmál að skima alla hátíðargesti.

„Það er svakalegt fyrirtæki að fara að skima tíu til tuttugu þúsund manns á nokkrum dögum, eða á einum degi, fyrir bara þá hátíð. Það eru aðrar hátíðir í gangi líka í landinu þannig að ég sé ekki við höfum alveg getu til að gera það,“ sagði Þórólfur.

„Menn geta nýtt sér hraðgreiningarpróf en það þarf samt gríðarlegan mannskap til að sinna því.“

Hann bendir þá á að það sé ekki endilega verkefni sem ætti að vera á vegum sóttvarnalæknis en að heilbrigðisyfirvöld hafi bent skipuleggjendum á að skoða hvort þetta sé framkvæmanlegt.

„Vissulega er þetta í skoðun en þarfnast gríðarlegrar skipulagningar, þetta er mjög dýrt og ég er ekki viss um að það myndi takast að útfæra þetta almennilega með svona stuttum fyrirvara.“

„Bíða og sjá“

„Við hlustuðum á fundinn, sóttvarnalæknir hefur komið með tillögur og svo á hann eftir að taka tillit til annarra, þannig að við erum bara að tala saman og bíða og sjá,“ segir Hörður.

Enn er óvíst hvort af Þjóðhátíð verður en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir seg­ir að eft­ir viðburði eins og Þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um, þar sem þúsund­ir koma sam­an, gætu greinst hundruð eða þúsund­ir kór­ónu­veiru­smita.

Hann seg­ir ekki þurfa nema einn smitaðan ein­stak­ling til þess að koma af stað ansi mik­illi út­breiðslu veirunn­ar á viðburði eins og Þjóðhátíð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert