Bakvarðasveitin endurvakin

Heilbrigðisstarfsmaður að störfum.
Heilbrigðisstarfsmaður að störfum. Ljósmynd/Landspítalinn/Þorkell Þorkelsson

Vegna mikillar fjölgunar greindra smita af kórónuveirunni á undanförnum dögum hefur verið ákveðið að endurvekja bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar.

Því er enn á ný óskað eftir liðsinni heilbrigðisstarfsfólks sem er reiðubúið að koma tímabundið til starfa með skömmum fyrirvara, hvort sem er í fullt starf, hlutastarf eða tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa, að því er kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Þau sem voru skráð í bakvarðasveitina og sjá sér enn fært að veita liðsinni eru vinsamlega beðin um að skrá sig þar á ný.

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert