Fjarfundur hefði ekki staðist öryggiskröfur

Kostnaðurinn við leigu þotunnar nam um 800 þúsund krónum, að …
Kostnaðurinn við leigu þotunnar nam um 800 þúsund krónum, að sögn Róberts Marshall, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar. Samsett mynd

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir allt áætlunarflug til Egilsstaða hafa verið uppbókað í dag og þess vegna hafi ríkisstjórnin leigt skrúfuþotu fyrir þrjá ráðherra svo þeir kæmust til Egilsstaða á ríkisstjórnarfund sem ákveðið var að halda í Hótel Valaskjálf. 

Ráðherrarnir þrír voru þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Katrín segir nokkra ráðherra úr ríkisstjórninni hafa flogið með áætlunarflugi heim.

Netfundir ekki inni í myndinni

Að sögn Katrínar er ótækt að halda fundi sem þessa í gegnum fjarfundabúnað: „Við höfum ekki verið með fjarfundi í ríkisstjórninni, bæði út af netöryggisástæðum en auk þess er þetta meiri háttar stjórnarmálefni sem ber að ræða á ríkisstjórnarfundi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert