Hlöðuballi Mærudaga aflýst

Mikill fjöldi hefur komið saman á Mærudögum undanfarin ár.
Mikill fjöldi hefur komið saman á Mærudögum undanfarin ár. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Hlöðuballi Mæru­daga sem fram átti að fara á Húsa­vík um helg­ina hef­ur verið af­lýst. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Hesta­manna­fé­lags­ins Grana. 

„Aðstæður og óvissa í sam­fé­lag­inu ger­ir það að verk­um að þetta er niðurstaðan,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. Formaður Grana hvet­ur fólk „til að hafa gam­an af líf­inu og reyna eft­ir fremsta megni að njóta helgar­inn­ar,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

„Við reyn­um aft­ur að ári,“ seg­ir enn frem­ur. 

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir til­kynnti í gær að hann hygðist skila minn­is­blaði um tak­mark­an­ir inn­an­lands til heil­brigðisráðherra. Viðbúið er að minn­is­blaðið verði til umræðu á fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í dag. 

Mæru­dag­ar fara fram 25. árið í röð um helg­ina og verður K100 á svæðinu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert