Sitja um börn og kasta í þau eggjum

Laugarnesskóli.
Laugarnesskóli. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Hóp­ur ung­menna hef­ur und­an­far­in tvö kvöld setið um hóp barna sem gist­ir Laug­ar­nesskóla og Lauga­lækj­ar­skóla, vegna þátt­töku sinn­ar í knatt­spyrnu­mót­inu Rey Cup.

Frá þessu grein­ir Gunn­hild­ur Ásmunds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri móts­ins, í til­kynn­ingu til íbúa hverf­is­ins á Face­book.

„Þetta eru ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 18-20 ára og hafa þeir eyðilagt marga hluti. Þeir eru að kasta eggj­um inn í skól­ana og í þá. Egg­in eru að lenda á ferðatösk­um, dýn­um og föt­um kepp­enda,“ skrif­ar Gunn­hild­ur þar.

„Það versta er að börn­in hafa einnig orðið fyr­ir þess­ari eggja­skot­hríð.“

Keppendur við setningarathöfn Rey Cup í vikunni.
Kepp­end­ur við setn­ing­ar­at­höfn Rey Cup í vik­unni. mbl.is/​Unn­ur Kar­en

Gengið skipu­lagt í sinni starf­semi

Í sam­tali við mbl.is seg­ir hún að ekk­ert þessu líkt hafi komið upp áður, eft­ir því sem hún kom­ist næst. Hringt hafi verið á lög­reglu en hóp­ur­inn náð að kom­ast und­an.

„Þetta gengi er á bíl og er skipu­lagt í sinni starf­semi,“ skrif­ar hún á Face­book.

Lög­reglu hef­ur verið til­kynnt um málið og hafa upp­tök­ur úr eft­ir­lits­mynda­vél­um verið færðar henni til skoðunar.

„Það rík­ir mik­il ókyrrð meðal kepp­enda og for­eldra þar sem hóp­ur­inn er ógn­andi og er þetta því orðið að lög­reglu­máli.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert