Öllum hindrunum við Teigskóg rutt úr vegi

Þverun. Brúin sem lögð verður yfir Þorskafjörð verður 260 metra …
Þverun. Brúin sem lögð verður yfir Þorskafjörð verður 260 metra löng Tölvuteikning/Vegagerðin

Vega­gerðin hef­ur náð sam­komu­lagi við land­eig­end­ur Graf­ar í Þorskaf­irði um veglagn­ingu í landi þeirra.

Mikl­ar deil­ur hafa staðið um vega­gerð á svæðinu sem ætlað er að liggja í gegn­um hinn svo­kallaða Teig­skóg í landi Graf­ar. Hafa þær lotið að um­hverf­isáhrif­um fyr­ir­hugaðra fram­kvæmda.

„Við end­urupp­töku máls­ins nú síðustu ár hef­ur í allri hönn­un verið lögð höfuðáhersla á að leita leiða til þess að lág­marka þau áhrif eins og nokk­ur kost­ur er,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni.

Síðasta sum­ar hóf­ust fram­kvæmd­ir við end­ur­bygg­ingu Vest­fjarðaveg­ar frá Skála­nesi í Gufu­dal og lýk­ur þeirri fram­kvæmd senn. Fel­ur hún m.a. í sér að 5 kíló­metra kafli verður lagður bundnu slit­lagi. Í vor hóf­ust svo fram­kvæmd­ir við þver­un Þorska­fjarðar frá Kinn­ar­stöðum að Þóris­stöðum og felst hún m.a. í bygg­ingu 260 metra langr­ar brú­ar. Eru verklok við þver­un­ina áætluð 2024.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert