Stefnir í metfjölda smita

„Bólusetningin er að skapa viðnámsþrótt í samfélaginu en eftir sem …
„Bólusetningin er að skapa viðnámsþrótt í samfélaginu en eftir sem áður eru margir bólusettir að smitast og jafnvel að dreifa veirunni áfram,“ segir Þórólfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kór­ónu­veiru­smit, sem komu til lands­ins með fólki, mest Íslend­ing­um, frá út­lönd­um og dreifðust mörg hver í skemmtana­líf­inu, eru far­in að ber­ast inn í fjöl­skyld­ur, vina­hópa og á vinnustaði. Sótt­varna­lækn­ir tel­ur lík­legt að met­fjöldi smita grein­ist á næst­unni en að út­breiðslan væri mun meiri ef bólu­setn­ing­ar­hlut­fallið væri lægra.

„Kúrf­an er áfram á upp­leið. Þetta er í þess­um veld­is­vexti sem við höf­um verið að tala um. Mér sýn­ist að þetta muni stefna hærra ef þetta held­ur svona áfram. Ég minni á að í fyrstu og þriðju bylgju greind­ust mest rúm­lega 100 smit á dag en ég held að við gæt­um al­veg toppað það auðveld­lega á næst­unni. Þannig að við erum bara að sjá gríðarlega mikla og mjög hraða út­breiðslu á veirunni. 60-70% af þeim sem eru að grein­ast eru full­bólu­sett,“ seg­ir Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir.

Útbreiðslan eykst við hvert stóra par­tíið

95 kór­ónu­veiru­smit greind­ust inn­an­lands í gær, þar af 75 utan sótt­kví­ar. Þórólf­ur seg­ir að smit­in teng­ist ekki leng­ur ein­ung­is skemmtana­líf­inu.

„Þetta er orðið miklu út­breidd­ara en svo. Þetta byrj­ar með út­breiðslu á stöðum þar sem út­breiðslan er mjög mik­il. Það er til dæm­is á skemmtistöðum og þar sem fólk er að hóp­ast sam­an, er í mik­illi nánd og pass­ar sig ekki og er mis­mun­andi vel áttað. Síðan breiðist þetta inn í fjöl­skyld­ur, vina­hópa og fyr­ir­tæki. Vissu­lega eykst út­breiðslan við hvert stóra par­tíið.“

Þrír af fjór­um inniliggj­andi full­bólu­sett­ir

Fjór­ir eru inniliggj­andi á Land­spít­ala, þó eng­inn á gjör­gæslu, og nokkr­ir und­ir ströngu eft­ir­liti Covid-göngu­deild­ar. Mögu­lega þarf að leggja þá inn á sjúkra­hús á næstu dög­um. Þrír af þeim fjór­um sem eru inniliggj­andi eru bólu­sett­ir. Sá fjórði er óbólu­sett­ur.

Þórólf­ur bend­ir á að það skipti máli hverj­ir það eru sem smit­ast, þannig geti það verið mjög al­var­legt ef heil­brigðis­starfs­menn smit­ast því þá gætu þeir borið smit til viðkvæmra hópa.

Und­an­farið hef­ur um 1% þeirra sem sýkst hafa af kór­ónu­veirunni þurft á spít­alainn­lögn að halda en hlut­fallið var um 5% áður. Þórólf­ur seg­ir að mögu­lega megi þakka bólu­setn­ing­unni fyr­ir að fleiri hafi ekki þurft að leggj­ast inn sem stend­ur.

Eru smit­in far­in að ber­ast inn í viðkvæma hópa?

„Það er ekki al­veg hægt að full­yrða um það. Það hafa ein­stak­ling­ar smit­ast sem telj­ast til viðkvæmra hópa. Við erum ekki enn far­in að greina þetta inni í hjúkr­un­ar­heim­il­um, ég veit að hjúkr­un­ar­heim­il­in eru búin að efla sín­ar varn­ir og auka við varúðarráðstaf­an­ir og annað.“

Hefði lagt til mun harðari aðgerðir ef bólu­setn­ing væri minna út­breidd

Smitrakn­ing­in hef­ur reynst mjög erfið.

„Fólk er úti um allt þannig að þetta er tölu­vert erfiðara en áður og smitrakn­ing­ar­t­eymið er tölu­vert á eft­ir svo þetta er orðið mjög snúið fyr­ir alla viðbragðsaðila.“

Spurður hvort veir­an hefði breiðst meira út ef ekki væri fyr­ir hátt bólu­setn­ing­ar­hlut­fall seg­ir Þórólf­ur:

„Það er ekki nokk­ur vafi á því að það væri miklu meiri út­breiðsla og ég hefði komið með miklu strang­ari til­lög­ur en liggja fyr­ir núna.“  

Þar vís­ar Þórólf­ur til sótt­varn­a­reglna sem taka gildi á miðnætti þar sem 200 mega mest koma sam­an, grímu­skylda er tek­in upp að nýju og eins metra nánd­ar­mörk.

„Eins og við höf­um sagt þá er bólu­setn­ing­in svona 90% virk í að koma í veg fyr­ir al­var­leg veik­indi en 50-60% í að koma í veg fyr­ir smit. Það eru marg­ir sem eru verndaðir. Það má ekki gleyma því í þess­ari umræðu. Bólu­setn­ing­in skap­ar viðnámsþrótt í sam­fé­lag­inu en eft­ir sem áður eru marg­ir bólu­sett­ir að smit­ast og jafn­vel dreifa veirunni áfram,“ seg­ir Þórólf­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert