Stjórnvöld hafi brugðist þjóðinni

Ragnar Freyr Ingvarsson læknir.
Ragnar Freyr Ingvarsson læknir.

Læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson segir stjórnvöld hafa brugðist þjóðinni með viðbrögðum sínum í faraldrinum. Hann segir það eftirtektarvert að þurfi ekki nema þrjár innlagnir af Covid-sýktum til þess að setja Landspítalann á hættustig.

Ragnar segir í Facebook-færslu sinni stjórnvöld hafa brugðist þjóðinni á tvennan hátt. Annars vegar með því að opna landamærin fyrir bólusettum ferðamönnum og bendir á að þeir hafi smitað frá sér þrátt fyrir að vera bólusettir. Hins vegar með því að vanrækja eflingu Landspítalans og vísar í því samhengi til hættustigs sem sett var á Landspítalanum 23. júlí.

Í færslu sinni segir Ragnar fjölmiðla heldur ekki hafa fylgt því nægilega vel eftir hve lítið þurfti til að spítalinn færi á hættustig: „Fjölmiðlar hafa ekki veitt því sérstaka eftirtekt en ekki þurftu nema þrír að leggjast inn með Covid-19 til að setja spítalann á hættustig. Þrjár innlagnir! Hættustig!“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka