Meiri hætta á aukaverkunum hjá ungu fólki

„Við rjúkum ekki af stað í eitthvað sem við vitum …
„Við rjúkum ekki af stað í eitthvað sem við vitum að getur verið áhættusamt nema að hafa mjög ríka ástæðu til,“ segir Kamilla. Ljósmynd/Almannavarnir

Sér­fræðing­ur á sótt­varna­sviði Embætt­is lands­lækn­is seg­ir að mælt verði með bólu­setn­ingu barna ef ekki er hægt að ráða við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn með öðrum hætti. Hún bend­ir á að hóp­ur­inn sé í til­tölu­lega lít­illi hættu á að veikj­ast al­var­lega af Covid-19 en virðist vera í meiri hættu á ákveðnum auka­verk­un­um af völd­um mRNA-bólu­efna en eldra fólk.

„Ef við erum að bólu­setja hrausta ein­stak­linga sem við telj­um að fari ekki illa út úr Covid þá þurf­um við að vera mjög meðvituð um það að við séum að taka áhætt­una á því að þau lendi mögu­lega á sjúkra­húsi vegna auka­verk­an­anna. Þó að þær gangi yfir af sjálfu sér, eða með til­tölu­lega ein­faldri meðferð og hvíld, þá er það samt ekki sjálfsagt mál að fara út í slíkt í stór­um stíl,“ seg­ir Kamilla Sig­ríður Jós­efs­dótt­ir, sér­fræðing­ur á sviði sótt­varna hjá embætti land­lækn­is.

Tvenns kon­ar auka­verk­an­ir af mRNA-bólu­efn­um, þ.m.t. bólu­efn­um Pfizer og Moderna, gegn Covid-19 virðast vera al­geng­ari á meðal fólks und­ir þrítugu, þar á meðal ung­linga, en eldra fólks. Auka­verk­an­irn­ar eru þó sjald­gæf­ar. Bæði bólu­efn­in hafa verið samþykkt til notk­un­ar fyr­ir börn frá 12 ára aldri.

„Það geta komið bólg­ur og vökv­asöfn­un í goll­urs­húsið, sem er pok­inn utan um hjartað, og eins í hjarta­vöðvann sjálf­ann. Þetta með hjarta­vöðvann virðist sem bet­ur fer vera tölu­vert sjald­gæfara. Goll­urs­hús­bólga geng­ur yf­ir­leitt yfir af sjálfu sér en hún er svo­lítið ógn­vekj­andi. Ein­kenn­in eru mæði, brjóst­verk­ur og ým­is­legt sem get­ur valdið mikl­um ótta og óþæg­ind­um,“ seg­ir Kamilla.

„Það verður ekki farið í neinar Laugardalshallarbólusetningar með börn sem …
„Það verður ekki farið í nein­ar Laug­ar­dals­hall­ar­bólu­setn­ing­ar með börn sem þurfa meiri stuðning,“ seg­ir Kamilla. Eggert Jó­hann­es­son

„Rjúk­um ekki af stað í eitt­hvað sem við vit­um að get­ur verið áhættu­samt

Því hef­ur enn ekki verið tek­in ákvörðun um það hvort mælt verði með bólu­setn­ingu barna en sem stend­ur geta for­eldr­ar óskað eft­ir slíkri bólu­setn­ingu fyr­ir 12 til 15 ára börn. Í þeim bólu­setn­ing­um er bólu­efni Pfizer notað.

Kamilla seg­ir að staðan á far­aldr­in­um muni ráða því hvort mælt verði með bólu­setn­ingu barna í haust.

„Við mun­um mæla með bólu­setn­ingu barna ef það ræðst ekki við þessa bylgju með ein­hverj­um öðrum hætti. Ef það er hægt að verja þenn­an ald­urs­hóp, sem er í lít­illi hættu á Covid-sýk­ingu fyr­ir, með öðrum aðferðum sem við vit­um að eru hættu­minni, það er t.d. á heild­ina litið ekki mjög áhættu­samt að tak­marka sam­gang þótt það geti haft áhrif á and­lega líðan og þess hátt­ar, þá gríp­um við til þeirra. Við rjúk­um ekki af stað í eitt­hvað sem við vit­um að get­ur verið áhættu­samt nema hafa mjög ríka ástæðu til.“

Bólu­efni Moderna lík­lega ekki notað

Kamilla seg­ir að að auki séu praktísk atriði sem þarf að leysa áður en farið er af stað með bólu­setn­ingu barna.

„Það er í raun­inni heilsu­gæsl­unn­ar að skoða hvernig er praktísk­ast að fram­kvæma slíkt. Það verður ekki farið í nein­ar Laug­ar­dals­hall­ar­bólu­setn­ing­ar með börn sem þurfa meiri stuðning og eru kannski ekki sjálf að óska eft­ir bólu­setn­ing­um held­ur for­eldr­arn­ir að ýta þeim í þetta. Það þarf að tækla það á ann­an hátt en þess­ar fjölda­bólu­setn­ing­ar. Mögu­lega verður það gert í gegn­um skóla­heilsu­gæsl­urn­ar en það er þó ekki víst,“ seg­ir Kamilla.

Þótt bæði mRNA-bólu­efn­in sem eru í notk­un hér á landi hafi verið samþykkt fyr­ir börn frá 12 ára aldri seg­ir Kamilla ólík­legt að bólu­efni Moderna verði notað í slíka bólu­setn­ingu. Það er vegna þess að ís­lensk stjórn­völd hafa gert stór­an samn­ing um bólu­efni við Pfizer og minna kem­ur til lands­ins af bólu­efni Moderna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert