Þjóðhátíð 2021 frestað

Þjóðhátíð verður mögulega færð aftur.
Þjóðhátíð verður mögulega færð aftur. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson.

Þjóðhátíð 2021 verður frestað og er áætlað að hún verði hald­in í ein­hverri mynd í lok sum­ars. Þetta seg­ir í til­kynn­ingu frá þjóðhátíðar­nefnd en áætlað er að end­an­leg ákvörðun muni liggja fyr­ir í síðasta lagi 14. ág­úst.

Fólk sem á þegar miða á Þjóðhátíð mun standa frammi fyr­ir því að fá miðann end­ur­greidd­ann, flytja miðann yfir á Þjóðhátíð 2022 eða ein­fald­lega styrkja ÍBV um and­virði miðans.

End­ur­greiðslur á þjóðhátíðarmiðum munu hefjast í upp­hafi ág­úst­mánaðar en end­ur­greiðsla á herjólfsmiðum sem voru keypt­ir á dal­ur­inn.is fylgja beiðnum um end­ur­greiðslu á miðum.

Þeir sem vilja aft­ur á móti enn þá ferðast til Eyja um versl­un­ar­manna­helg­ina eru beðnir um að hafa sam­band við skrif­stofu Herjólfs til þess að gera nýja bók­un, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Mik­il óvissa hef­ur ríkt um Þjóðhátíð 2021 síðustu vik­ur í kjöl­far hækkaðrar tíðni kór­ónu­veiru­smita en ljóst var á föstu­dag­inn þegar til­kynnt var um nýj­ar tak­mark­an­ir inn­an­lands að hátíðin myndi ekki fara fram á þeim tíma og í þeirri mynd sem áætlað hef­ur verið hingað til.

Fyrr í dag var til­kynnt að öll dag­skrá sunnu­dags­kvölds­ins 1. ág­úst muni fara fram sem streymisviðburður, þar á meðal er brekku­söng­ur­inn frægi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert