Ísland líklega skilgreint appelsínugult

Sýnataka fer fram við Suðurlandsbraut.
Sýnataka fer fram við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Útlit er fyr­ir að Ísland verði skil­greint sem app­el­sínu­gult á korti Sótt­varna­stofn­un­ar Evr­ópu þegar það verður upp­fært næst­kom­andi fimmtu­dag, að sögn Víðis Reyn­is­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns hjá Al­manna­vörn­um. 

„Það er ómögu­legt að segja hvaða áhrif það hef­ur vegna þess að það er nán­ast hvert ein­asta land í Evr­ópu með sín­ar eig­in regl­ur og viðmið,“ sagði Víðir á upp­lýs­inga­fundi Al­manna­varna í dag.

Spurður hvort það hafi verið mis­tök að tala um tak­marka­laust sum­ar þegar öll­um aðgerðum var aflétt fyrr í sum­ar þá sagði Víðir að ákv­arðanir í far­aldr­in­um byggðust á þekk­ingu hverju sinni. 

„Ein­kenni á öll­um krís­um eru ófyr­ir­sjá­an­leiki og óvissa. Þannig verður þetta áfram.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert