Kona var handtekin við Suðurlandsbraut í morgun, þar sem þungaðar konur biðu í röð eftir því að komast í bólusetningu, en skipulögð bólusetning þeirra hófst í dag.
Konan mótmælti bólusetningunum og veittist að heilbrigðisstarfsfólki með látum samkvæmt heimildum mbl.is, og olli töluverðu uppnámi á meðal þeirra sem biðu í röðinni.
„Þið eruð að drepa börnin okkar,“ er á meðal þess sem konan mun hafa tjáð viðstöddum.
Lögregla mætti í kjölfarið á svæðið og handtók konuna.
Barnshafandi konum býðst bólusetning í dag með bóluefnum Pfizer og Moderna. Á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að í ljósi breyttra aðstæðna og þess að ekkert hafi komið fram um hættu þessara bóluefna er mælt með að konurnar fái bólusetningu.
Uppfært: