Flestir bólusettra og smitaðra fengu Janssen

Flestir af þeim sem hafa smitast og eru fullbólusettir fengu …
Flestir af þeim sem hafa smitast og eru fullbólusettir fengu bóluefni Janssen. 38% smitaðra eru óbólusettir. Um 10% landsmanna eru óbólusettir. AFP

Af þeim sem eru full­bólu­sett­ir og greind­ust með kór­ónu­veiruna í júlí voru 345 með bólu­efni Jans­sen eða 53%. Þetta kem­ur fram í svari embætt­is land­lækn­is við fyr­ir­spurn mbl.is.

Þá voru 168 (26%) með Pfizer, 102 (16%) með AstraZeneca eða AstraZeneca ásamt mRNA-bólu­efni í seinni skammti. Þá voru 25 ein­stak­ling­ar (3%) í þess­um hópi með Moderna.

Þessi hlut­föll verða á næstu dög­um greind með til­liti til ald­urs­hópa og verður sú grein­ing birt á covid.is og upp­færð viku­lega.

39% smitaðra ekki með bólu­setn­ingu

Í júlí­mánuði greind­ust 1.059 manns með Covid-19 og voru 39% smitaðra óbólu­sett. Alls voru 640 smitaðra bún­ir að fá bólu­setn­ingu en 419 ekki, en um 88% lands­manna yfir 16 ára eru bólu­sett.

Ekki feng­ust svör við því hve marg­ir af þeim sem hafa verið lagðir inn á spít­ala í júlí­mánuði með Covid-19 voru bólu­sett­ir, þótt mbl.is hafi greint frá því hvort þeir sem lagðir hafa verið inn hafi verið bólu­sett­ir í ein­stök­um til­fell­um. 

Þó verður greint frá því bráðlega og þær töl­ur mögu­lega birt­ar á covid.is að því er fram kem­ur í svari embætt­is land­lækn­is.

Frek­ari grein­ing með til­liti til ald­urs­hópa birt á næstu dög­um

Alls voru 126.176 hér á landi bólu­sett­ir með bólu­efni Pfizer og af þeim greind­ust 168 eða 0,13%. Þeir sem fengu bólu­efni Jans­sen voru 53.150 tals­ins og 345 þeirra smituðust, eða 0,64%. 55.040 fengu AstraZeneca eða AstraZeneca ásamt öðru efni og smituðust 102 þeirra eða 0,18%. Loks fengu 19.974 bólu­efni Moderna og smituðust 25 þeirra, eða 0,12%.

Vera má að þess­ar töl­ur gefi vís­bend­ing­ar um virkni bólu­efn­anna en þó er vert að taka fram að hópa­sam­setn­ing smitaðra kunni að hafa áhrif. Þá leiddi rann­sókn sem birt var á vef New Eng­land Journal of Medic­ine í ljós að bólu­efn­in virka mis­vel á Delta-af­brigðið; Pfizer veitti 88% vörn eft­ir tvo skammta en Astra Zeneca 74,5% vörn. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert