Meirihlutinn heldur sig á landinu

Íslendingar halda áfram að ferðast innanlands ef marka má könnunina.
Íslendingar halda áfram að ferðast innanlands ef marka má könnunina. mbl.is/Styrmir Kári

Rúmlega þriðjungur landsmanna ætlar í frí erlendis á árinu eða hefur þegar farið í frí til útlanda. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru mun líklegri til utanlandsferða en fólk af landsbyggðinni, en 45 prósent höfuðborgarbúa hafa farið eða ætla í frí til útlanda. 

Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Fréttablaðið lét gera höfðu sjö prósent landsmanna farið í frí erlendis um miðjan mánuðinn. Langflestir hyggja ekki á ferð úr landi, eða 57,9%. Rúm níu prósent hafa ekki ákveðið hvort þau ætla utan, en 28,2% hafa farið eða ætla til útlanda á árinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert