Þing verður ekki kallað saman

Inga Sæland.
Inga Sæland. mbl.is/Hari

Ósk Ingu Sæ­land, for­manns Flokks fólks­ins, um að þing yrði kallað sam­an varð ekki að veru­leika. Hún sendi er­indi þess efn­is á aðra þing­flokks­for­menn og aðeins þing­flokk­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata og Viðreisn­ar tóku und­ir með Ingu. 

Vilja meiri­hluta þing­manna þarf til þess að þing sé kallað sam­an.

Inga vildi að þing yrði kallað sam­an til þess að ræða ástand kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins á Íslandi. Hún seg­ir fjölda smita, full far­sótt­ar­hús og brostn­ar von­ir varðandi veiru­frítt sam­fé­lag gefa fullt til­efni til þess að kalla þing sam­an. 

„Þetta lýs­ir bara al­veg ótrú­legri lít­ilsvirðingu gagn­vart þjóðinni miðað við þá erfiðu stöðu sem við erum í í dag,“ seg­ir Inga í sam­tali við mbl.is.

„Við erum kom­in hér með á annað þúsund Covid-sýkta ein­stak­linga, við erum kom­in með pakk­full far­sótt­ar­hús og Rauði kross­inn kall­ar eft­ir viðbrögðum. Þetta er bara al­var­legt og við eig­um bara betra skilið en stjórn­völd sem sýna okk­ur enga virðingu.“

Stjórn­ar­andstaðan stóð sam­an utan Miðflokks

Flokk­ur fólks­ins vildi upp­haf­lega koma sam­an til þess að ræða stöðuna á kór­ónu­veirufar­aldr­in­um, en aðrir flokk­ar bætt­ust við, eins og fyrr seg­ir, og bættu við sín­um áhersl­um: Pírat­ar vildu ræða til­lög­ur um breyt­ing­ar á stjórn­ar­skrá líka og Viðreisn og Sam­fylk­ing vildu að þing­fund­ur yrði hald­inn eft­ir að fasta­nefnd­ir þings­ins gætu safnað gögn­um sem kæmu þá til meðferðar þings­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert