Þyrla Gæslunnar gat ekki sinnt útkalli vegna bilunar

Sjaldgæft er að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar séu óflughæfar.
Sjaldgæft er að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar séu óflughæfar. mbl.is/Árni Sæberg

Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa verið óflughæfar í rúman sólarhring en óvænt bilun kom upp í TF-EIR sem olli þessu ástandi. Þyrlunni var komið í lag í kringum áttaleytið. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is. 

„Klukkan fjögur barst Landhelgisgæslunni beiðni um aðstoð þyrlusveitar, en þar sem verið var að leggja loka hönd á lagfæringu TF-EIR var gripið til þess ráð að senda lækni þyrlunnar með séraðgerðasveit Landhelgisgælunnar sem ók með forgangsakstri til Hveragerðis þar sem læknirinn fór um borð í sjúkrabílinn og hélt þar áleiðis til Reykjavíkur,“ segir Ásgeir. 

Aukahlutir ekki á landinu

Hann bætir við að í þessari viku var gert ráð fyrir að TF-GNA og TF-EIR væru til taks á meðan TF-GRO væri í langtímaviðhaldsskoðun en óvæntar bilanir hafi sett strik í reikninginn. 

„Þessar bilanir eru ekki umfangsmiklar en þeir aukahlutir sem vantar til þess að TF-GNA verði flughæf eru ekki á landinu og þeirra er nú beðið. Flugvirkjar Landhelgisgæslunnar hafa unnið hörðum höndum síðasta sólarhringinn að laga TF-EIR.“

Þyrla Landhelgisgæslunnar.
Þyrla Landhelgisgæslunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Ásgeir segir sjaldgæft er að allar þyrlur Landhelgisgæslunnar séu óflughæfar. Þyrlurnar hafa flogið meira en í meðal mánuði vegna fjölda verkefna og æfinga. Síðan var einnig mikið álag á flugdeild Landhelgigæslunnar um verslunarmannahelgina. 

„Þessi staða getur komið upp og hefur gert það áður en það er sjaldgæft en alvarlegt þegar svona gerist.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert