Alls liggja 22 manns inni á Landspítalanum með Covid-19 sjúkdóminn, þar af eru þrír á gjörgæslu. Samtals hafa 43 sjúklingar lagst inn á spítalann í þessari bylgju og þar af fimm inn á gjörgæslu.
Um þriðjungur sjúklinga sem hafa lagst inn í þessari bylgju er óbólusettur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landspítalanum.
Nú eru 1.434 manns með staðfest virk smit, og þar með í eftirliti Covid-göngudeildar spítalans, og hafa aldrei verið fleiri. Enginn í eftirliti er flokkaður sem rauður en 45 einstaklingar flokkast sem gulir og eru í nánara eftirliti.
19 starfsmenn spítalans eru einangrun, 16 í sóttkví A og 99 starfsmenn eru í vinnusóttkví.