119 smit innanlands

Röð í skimun við Covid-19.
Röð í skimun við Covid-19. mbl.is/Oddur

119 kór­ónu­veiru­smit hafa greinst inn­an­lands eft­ir sýna­töku gær­dags­ins. Þetta kem­ur fram í upp­færðum töl­um á covid.is. Þrjú virk smit greindust í landamærasýnatöku.

Af þeim sem greind­ust í gær voru 44 í sótt­kví við grein­ingu, tæplega 37%.

Alls eru nú 1.453 í ein­angr­un og 2.333 í sótt­kví. Tutt­ugu og einn er á sjúkra­húsi með veiruna, sami fjöldi og var í gær.

Af já­kvæðum sýn­um í gær greind­ust 114 í ein­kenna­sýna­töku og fimm við sótt­kví­ar- og handa­hófs­skim­an­ir. 

Í fyrra­dag höfðu 103 smit greinst þegar töl­ur voru upp­færðar. Fjögur smit hafa bæst við síðan og greind­ust því alls 107 í fyrra­dag. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

 

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert