Gunnar Smári Egilsson, atvinnulaus blaðamaður og formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, leiðir lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi alþingiskosningar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá flokknum.
Gunnar er þekktastur fyrir störf sín við fjölmiðla. Hann hefur hann starfað við flest það sem viðkemur blaðamennsku og fjölmiðlum, borið út blöð, brotið þau um, skrifað í þau, gefið út og ritstýrt, verið pistlahöfundur í útvarpi og sjónvarpi og rekið ljósvakafyrirtæki.
Í öðru sæti listans er Laufey Líndal Ólafsdóttir, stjórnmálafræðingur, grasrótaraðgerðasinni og móðir þriggja barna. „Hún ólst upp á sósíalísku og hápólitísku hinsegin tónlistarheimili og hefur sinnt ýmsum störfum, m.a. verið plötusnúður, dansari, myndlistarmódel, unnið á kassa í búð, unnið á bar, þjónað í veitingasal og afgreitt í fataverslun,“ segir í tilkynningu flokksins um Laufeyju.
Í þriðja sæti listans er Atli Gíslason, tölvunarfræðingur og formaður ungra sósíalista, og í því fjórða er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Listi Sósíalistaflokks Íslands í heild sinni í Reykjavíkurkjördæmi norður:
Gunnar Smári Egilsson, atvinnulaus blaðamaður
Laufey Líndal Ólafsdóttir, námsmaður í hléi
Atli Gíslason, tölvunarfræðingur
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar
Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur
Bogi Reynisson, tæknimaður
Kristbjörg Eva Andersen Ramos, námsmaður
Ævar Þór Magnússon, verkstjóri
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir, öryrki
Guttormur Þorsteinsson, bókavörður og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi
Atli Antonsson, doktorsnemi
Ævar Uggason, bóksali
Jóna Guðbjörg Torfadóttir, kennari
Bjarki Steinn Bragason, skólaliði
Nancy Coumba Koné, danskennari
Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi
Birgitta Jónsdóttir, þingskáld
Sigurður Gunnarsson, ljósmyndari
Þorvarður Bergmann Kjartansson, tölvunarfræðingur
Ísabella Lena Borgarsdóttir, námsmaður
María Kristjánsdóttir, leikstjóri