Óljóst hvernig útfæra á nýjar reglur

Sigurgeir Sigmundsson.
Sigurgeir Sigmundsson. Ljósmynd/Almannavarnir

„Allt sem verið er að gera núna kallar á aukinn mannafla,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Ekki er búið að útfæra hvernig nýjum reglum á landamærunum verður framfylgt.

Tilkynnt var í gær um breytingar á tilhögun skimana á landamærum og munu bólusettir farþegar með tengsl við Ísland frá og með 16. ágúst þurfa að fara í sýnatöku innan 48 klukkustunda frá komunni til landsins. Bólusettir ferðamenn með tengsl við Ísland þurfa því þannig að fara í tvöfalda skimun án sóttkvíar á milli, fyrst áður en komið er til landsins og síðan eftir komuna.

Nær þetta til íslenskra ríkisborgara, einstaklinga sem búsettir eru hér á landi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi auk umsækjenda um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi.

Frávísunarheimildir

„Það á bara eftir að útfæra þetta,“ segir Sigurgeir, spurður hvernig lögreglan hyggst taka á þessu nýja verkefni.

Hvað með hælisleitendur sem neita að fara í sýnatöku, verður þeim vísað aftur heim?

Auðvitað eru frávísunarheimildir til staðar í reglunum eins og þær eru en við höfum nægan tíma til þess að útfæra þetta. Tíminn til 16. ágúst er frekar langur miðað við það sem við höfum haft,“ segir Sigurgeir.

Hann tekur fram að reglurnar séu sprottnar frá lögreglunni í Keflavík, ríkisstjórninni og vinnuhópum á vegum stjórnvalda.

Þá munu umræddir farþegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að farþegar fari annað hvort í hraðpróf eða PCR-próf, en nánara fyrirkomulag verður unnið í samráði við sóttvarnalækni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert