Óskhyggja að skipta sóttkví út fyrir hraðpróf

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir Photo/Kristinn Magnússon

Þórólf­ur Guðna­son sótt­varna­lækn­ir seg­ir að þótt það hefði verið gott að vera búin fyrr að bólu­setja grunn­skóla­börn þá væri ekki hægt að gera allt á sama tíma. Hraðgrein­ingar­próf munu ekki koma í staðinn fyr­ir sótt­kví en verið er að vinna að leiðbein­ing­um um notk­un á slík­um próf­um. 

Börn á aldr­in­um tólf til fimmtán ára byrja bráðum í skól­an­um á ný eft­ir sum­ar­frí. Þau fá þó ekki fyrsta skammt­inn af bólu­efni fyrr en eft­ir skóla­setn­ingu. Þá munu líða nokkr­ar vik­ur til viðbót­ar uns þau telj­ast full­bólu­sett.

„Allt á út­opnu“

„Það er allt á út­opnu, ef við hefðum ótak­markaðan mannafla þá gæt­um við gert þetta mjög hratt en það er bara ekki þannig,“ seg­ir Þórólf­ur. 

Hann bend­ir á að það þurfi líka að bólu­setja fólk sem var ekki bólu­sett í fyrstu um­ferð og gefa seinni sprautu þeim sem höfðu aðeins fengið eina. Á sama tíma er verið að taka gríðarleg­an fjölda sýna á heilsu­gæsl­unni. „Allt tek­ur þetta mannafla og tíma og margt sem er tak­mark­andi í þessu en það hefði vissu­lega verið gott að vera búin að klára þetta.“

Þrátt fyr­ir þetta verða ekki strang­ari aðgerðir í skól­um fyrstu vik­urn­ar en al­mennt eru í sam­fé­lag­inu. Þórólf­ur seg­ir að það þurfi þó lík­lega að vinna sér­stak­ar regl­ur og út­færsl­ur fyr­ir skól­ana í sam­vinnu við skóla­sam­fé­lagið. 

Börn verða ekki fullbólusett fyrr en mörgum vikum eftir að …
Börn verða ekki full­bólu­sett fyrr en mörg­um vik­um eft­ir að skóla­hald hefst. mbl.is/​Hari

Hraðpróf koma ekki í stað sótt­kví­ar

Það hef­ur skap­ast umræða um hraðgrein­ingar­próf og von­ir verið bundn­ar við að þau komi til með að gagn­ast í skól­um. Þor­steinn Sæ­berg, formaður Skóla­stjóra­fé­lags Íslands, hef­ur talað um að hraðpróf gætu komið í stað sótt­kví­ar svo heilu bekk­irn­ir þurfi ekki að sæta sótt­kví ef einn smit­ast. 

Þórólf­ur seg­ir hraðgrein­ingar­próf ekki koma í staðinn fyr­ir sótt­kví, það verði að telj­ast ósk­hyggja. Hraðpróf­in geti þó hjálpað til við ákvörðun um að stytta sótt­kví eða breyta henni. 

„Sótt­kví verður enn að vera kjarn­inn í því sem við ger­um til að koma í veg fyr­ir út­breiðslu smits. Get­um ekki haldið að hraðgrein­ingar­próf komi í staðinn.“

Unnið er að leiðbein­ing­um um notk­un á hraðpróf­um í fyr­ir­tækj­um og skól­um, að sögn Þórólfs. Það þurfi að koma þeim í sam­hang­andi far­veg. Ekki er kom­inn tím­arammi á hvenær þeirri vinnu verður lokið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert